Erlent

Barak aftur í ísraelska pólitík

Ehud Barak ásamt Bill Clinton og Yasser Arafat.
Ehud Barak ásamt Bill Clinton og Yasser Arafat.

Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til formanns í verkamannaflokknum, gegn Amir Peretz, sem nú er formaður og varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Ehuds Olmerts. Peretz hefur hríðfallið í vinsældum eftir að hernum tókst ekki að ráða niðurlögum Hizbolla, í stríðinu í Líbanon.

Peretz á ekki hermennskuferil að baki, eins og nánast allir leiðtogar Ísraels, og reynsluleysi hanns er meðal annars kennt um hversu illa gekk í Líbanon. Ehud Barak er hinsvegar fyrrverandi hershöfðingi og yfirmaður ísraelska herráðsins, auk þess sem hann hefur hlotið fleiri heiðursmerki en nokkur annar Ísraeli.

Í forsætisráðherratíð sinni lagði Barak megináherslu á að ná sáttum við Palestínumenn, og bauð Yasser Arafat að verða við nánast öllum kröfum hans. Arafat sagði nei, og Bill Clinton, forseti, sem var málamiðlari í viðræðum þeirra sagði að Arafat hefði misst af sögulegu tækifæri til að koma á friði í Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×