Erlent

Efast um meiri hollustu lífrænnar ræktunar

Landbúnaðarráðherra Bretlands segir að engar órækar sannanir séu fyrir því að lífrænt ræktuð matvæli séu hollari en önnur. Sala á lífrænt ræktuðum matvælum jókst um þrjátíu prósent í landinu á síðasta ári.

David Miliband sagði í samtali við breska blaðið Sunday Times, að aðeins fjögur prósent af landbúnaðarframleiðslu í Bretlandi væru lífrænt ræktuð og hann gæti ekki haldið því fram að hin níutíu og sex prósentin væru ekki heilsusamleg.

Miliband sagði að menn gætu valið sér þann lífsstíl að borða aðeins lífrænt ræktað, og sjálfsagt fyrir bændur að svara þeirri eftirspurn. Hinsvegar hefðu engar rannsóknir verið gerðar sem sönnuðu að það væri hollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×