Fokker flugvél Flugfélags Íslands, sem var að koma frá Akureyri, síðdegis, lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, vegna gruns um að einhver bilun væri í bremsum vélarinnar. Flugstjórinn vildi því hafa lengri flugbraut til þess að stöðva á.
Lendingin tókst að óskum og farþegarnir voru fluttir með rútum til Reykjavíkur. Flugvirkjar munu yfirfara vélina.