Erlent

Morðaldan rís hærra á Indlandi

Farandverkamenn bera fallinn félaga í Assam.
Farandverkamenn bera fallinn félaga í Assam. MYND/AP

Aðskilnaðarsinnar í Assam héraði á Indlandi myrtu tíu manns í dag og hafa þá 67 fallið í valinn frá því þeir hófu árásir sínar, á föstudagskvöld. Hundruð hermanna og lögreglumanna gerðu í dag árásir á búðir þeirra í frumskóginum, í dag, og liðsauki hefur verið sendur til Assam.

Í fyrstu árás sinni, á föstudag, myrtu aðskilnaðarsinnarnir 48 farandverkamenn, og sjö féllu í sprengjuárás í gær. Í síðustu viku sendu þeir frá sér aðvörun til farandverkamanna og kaupahéðna, sem ekki væru ættaðir frá Assam um afleiðingarnar yrðu slæmar fyrir þá, ef þeir hypjuðu sig ekki úr héraðinu.

Aðskilnaðarsinnarnir hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins í næstum þrjá áratugi, og þúsundir manna hafa fallið í valinn í þeirri baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×