Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun 10. janúar 2007 10:04 Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira