Viðskipti erlent

Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent.

Englandsbanki hækkaði stýrivexti í tvígang í fyrra. Evening Standard hefur hins vegar eftir breskum greinendum að nauðsynlegt hafi verið að hækka stýrivexti bankans í það minnsta þvívegis enda bendi hagvísar til að verðbólga sé fara í 2,7 prósent. Fari svo hefur verðbólgan aldrei verið meiri í stjórnartíð breska Verkamannaflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×