Erlent

Flugvélar leitað á hafsbotni

Hafrannsóknarskip bandaríska flotans sem aðstoðar við leit að indónesisku farþegaþotunni sem fórst fyrir níu dögum,  ætti að geta varpað ljósi á hvort málmhlutir sem fundist hafa á hafsbotni, séu flak vélarinnar.

Rannsóknarskipið Mary Sears hefur þegar staðfest að þrír stórir málmhlutir séu á hafsbotni um þrjátíu kílómetra frá ströndinni, á 1700 faðma dýpi. Notuð verður fjölgeisla djúpsjá til þess að teikna mynd af þessum málmhlutum, til að sjá hvort þeir geti verið úr flugvélinni. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að senda fjarstýrðan kafbát til þess að ná í sýnishorn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×