Erlent

Indverjar vilja halda kjarnorkutilraunum áfram

MYND/AP

Indverjar gætu dregið sig úr kjarnorkusamstarfi við Bandaríkin ef þeir fá ekki að framkvæma kjarnorkutilraunir og auðga úraníumúrgang þeirra kjarnorkuvera sem Bandaríkjamenn ætla að selja þeim.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í desember í fyrra lög sem heimila sölu kjarnorkuvera og kjarnorkueldsneytis til Indlands í fyrsta sinn í rúm 30 ár. Þingið bætti hins vegar nokkrum skilyrðum við löggjöfina og því vilja Indverjar setjast aftur að samningaborðinu.

Þeir eru þó bjartsýnir á lausn í málinu, sem verður þó að samþykkja hjá þremur alþjóðastofnunum áður en viðskiptin með kjarnorkueldsneytið geta hafist en samningurinn þykir vera merki um aukið samstarf ríkjanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×