Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti.

Í rökstuðningi peningamálanefndar Englandsbanka kemur meðal annars fram að nauðsynlegt hafi þótt að hækka vextina til að kveða niður verðbólgudrauginn. Verðbólga mælist nú 2,7 prósent í Bretlandi og hefur hún ekki verið meiri í áratug.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×