Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk

Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar.

Aukinn útflutningur og meiri eftirspurn á heimamarkað á mestan þátt í vextinum í Þýskalandi ásamt því sem atvinnuleysi hefur minnkað nokkuð, að sögn breska ríkisútvarpsins í dag.

Greinindur segja Þjóðverja hins vegar standa frammi fyrir ákveðnum þröskuldum og benda á að þótt aukinn útflutningur hafi þrýst landsframleiðslunni áfram með bættri afkomu fyrirtækja þá hafi það ekki haldist í hendur við launaþróun og vöxt einkaneyslu að sama skapi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×