Erlent

Fyrsta glasabarnið eignast eigið barn

Louise Brown, fyrsta glasabarn heimsins.
Louise Brown, fyrsta glasabarn heimsins.

Það vakti heimsathygli fyrir tuttugu og átta árum, þegar Louise Brown kom í heiminn, því hún var heimsins fyrsta glasabarn. Hún og eiginmaður hennar Wesley Mullinder, eignuðust barnið með "venjulegum hætti."

Fjölskyldan reynir nú að forðast athygli fjölmiðla, og ekki hafa birst neinar myndir af barninu, sem talið er vera drengur. Louise Brown fæddist á sjúkrahúsi í Lundúnum og fæðing hennar vakti vonir hjóna um allan heim, sem ekki höfðu geta eignast börn.

Tæknifrjóvganir eru nú gerðar um allan heim, meðal annars á Íslandi, en hér fæddist fyrsta svokallaða glasabarnið árið 1988. Árlega fæðast um 100 þúsund glasabörn víðsvegar um heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×