Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fékk örugga kosningu í fyrsta sætið á aukakjördæmisráðsþingi flokksins í Mývatnssveit. Tuttugu og tveir gáfu kost á sér í tíu fyrstu sætin. Tveir þingmenn, Dagný Jónsdóttir og Jón Kristjánsson gáfu ekki kost á sér.
Birkir Jón Jónsson alþingismaður hlaut annað sætið en það vildu líka, Víðir Benediktsson, Logi Óttarsson og Jón Björn Hákonarson.