Erlent

Chavez þjóðnýtir allan orkuiðnað Venesúela

Húgó Chavez, forsetei Venesúela.
Húgó Chavez, forsetei Venesúela. MYND/AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela tilkynnti í dag að hann ætli að þjóðnýta allan orkuiðnað í landinu. Hann var þegar búinn að tilkynna að hann myndi þjóðnýta rafveitur landsins og stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins.

Venezúela er auðugt af olíu og fjórði stærsti útflytjandi hráolíu til Bandaríkjanna. Chavez er mjög fjandsamlegur Bandaríkjunum, en hefur ekki haft orð á því að olíusölu þangað verði hætt. Chavez segist einnig ætla að færa innlenda gasframleiðslu undir ríkið, en þar eiga erlend fyrirtæki nokkurn hlut.

Orð hans í dag benda til þess að hann sjái ekki rúm fyrir neina útlendinga á neinu sviði í orkuiðnaði Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×