Tvíhöfði í NFL í beinni á Sýn í kvöld 21. janúar 2007 15:11 Öskubuskulið New Orleans Saints verður í eldlínunni í kvöld NordicPhotos/GettyImages Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30. Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Sjá meira
Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field. New Orleans liðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og hefur unnið hug og hjörtu Bandaríkjamanna enda hefur liðið kveikt von í brjóstum íbúa New Orleans sem hafa gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mánuði. Gengi liðsins er Öskubuskusaga ársins í bandarísku íþróttalífi og margir óháðir vilja gjarna sjá liðið fara alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir fram er búist við jafnri og spennandi viðureign en margir telja að niðurstaða leiksins muni ráðast af frammistöðu Rex Grossman, leikstjórnanda Bears, sem hefur átt mjög sveiflukennt tímabil. Síðari leikur kvöldsins er að mati sérfræðinga mun áhugaverðari en þá tekur Indianapolis Colts, sem er leitt af besta leikstjórnanda deildarinnar Peyton Manning, á móti New England Patriots sem hefur unnið þrjá Super Bowl-leiki síðan árið 2001. Enginn leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar státar af eins glæsilegum árangri í úrslitakeppninni og Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, og það mun mikið mæða á honum í þessum leik. Þessi lið hafa mæst í úrslitakeppninni undanfarin ár og þá hefur Patriots ávallt haft betur þó svo Colts hafi á stundum verið talið sigurstranglegra. Colts er aftur á móti á heimavelli í þessum leik og það gæti haft mikið að segja enda hefur liðinu ávallt gengið skelfilega í kuldanum í Boston. Patriots er grýla Colts-liðsins og þá grýlu þarf Colts að leggja svo liðið nái langþráðu takmarki sínu að komast í Super Bowl. Margir sérfræðingar telja að tími Colts sé loks upp runninn en hvort það sé satt kemur í ljós í beinni á Sýn í kvöld. Leikur Chicago og New Orleans hefst klukkan 19:50 og leikur Indianapolis og New England klukkan 23:30.
Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Sjá meira