Erlent

Býst við hörðum bardögum við talibana

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. MYND/AP
Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan segir að búist sé við hörðum bardögum við Talibana á þessu ári. Ríkisstjórn landsins sé hinsvegar að styrkjast í sessi og því sé hann bjartsýnn um framtíðina. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001.

Það hefur verið fremur rólegt í Afganistan undanfarin misseri, en það er ekkert nýtt. Bardagar þar í landi liggja yfirleitt niðri yfir hina hörðu vetrarmánuði. Þeim er svo fram haldið þegar snjóa leysir. Leiðtogar talibana hafa lýst því yfir að þeir muni hefja stórsókn þegar vorar, og segja að ástandið verði þá engu betra en í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×