Erlent

Edmund Hillary gegn hvalveiðum

Edmund Hillary á Suðurpólnum.
Edmund Hillary á Suðurpólnum. MYND/AP
Hinn frækni fjallgöngumaður Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everest, hefur gengið hvalavinum á hönd og ætlar að berjast fyrir friðun hvalastofna. Hillary, sem orðinn 86 ára gamall upplýsti um þetta í heimsókn í Nýsjálenska rannsóknarstöð á Suðurpólnum.

Fjallagarpurinn segir að það séu ekki aðeins veiðar sem ógni hvalastofnum heldur einnig loftslagsbreytingar. Hann segir að menn virðist ekki enn gera sér grein fyrir að það þurfi að vernda þessar stórkostlegu skepnur.

Það var árið 1953 sem Hillary kleif Everest, ásamt Sherpanum Tenzing Norgay. Síðustu árin hefur hann látið umhverfismál mjög til sín taka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×