NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE 26. janúar 2007 10:30 John Thain, forstjóri kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á morgunverðarfundi á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. NYSE vinnur nú að samruna við samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og hyggst ljúka honum áður en frekari samrunar verði á dagskrá, að sögn Thains. Hann benti þó á að mistakist bandaríska hlutabréfamarkaðnum Nasdaq, sem vinnur að óvinveittri yfirtöku á LSE, að ná markmiði sínu, þá muni NYSE láta til skarar skríða. Samruni markaða beggja vegna Atlantsála komi öllum til góða, að hans sögn. Í dag rennur út frestur Nasdaq til að hækka yfirtökutilboð sitt í útistandandi hluti í LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarð punda, jafnvirði rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. Stjórn LSE hefur ítrekað hafnað tilboðu Nasdaq á þeim forsendum að það sé oft lágt og endurspegli ekki framtíðarhorfur markaðarins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á morgunverðarfundi á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. NYSE vinnur nú að samruna við samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og hyggst ljúka honum áður en frekari samrunar verði á dagskrá, að sögn Thains. Hann benti þó á að mistakist bandaríska hlutabréfamarkaðnum Nasdaq, sem vinnur að óvinveittri yfirtöku á LSE, að ná markmiði sínu, þá muni NYSE láta til skarar skríða. Samruni markaða beggja vegna Atlantsála komi öllum til góða, að hans sögn. Í dag rennur út frestur Nasdaq til að hækka yfirtökutilboð sitt í útistandandi hluti í LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarð punda, jafnvirði rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. Stjórn LSE hefur ítrekað hafnað tilboðu Nasdaq á þeim forsendum að það sé oft lágt og endurspegli ekki framtíðarhorfur markaðarins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira