Mögnuð íþróttadagskrá á Sýn um helgina 26. janúar 2007 18:15 AFP Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum. Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Sjá meira
Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina. Laugardagur 27. janúar Sýn kl 12:20. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Sigurvegarinn í leik Lundúnaliðanna QPR og Luton mætir lærisveinum Mark Hughes í Blackburn Rovers.Sýn kl 14:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Southend í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Tottenham er mikið bikarlið og vonir Southend því litlar um að komast áfram.Sýn kl 17:10. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Manchester United og Portsmouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Báðum félögum hefur gengið vel í deildarkeppninni í vetur en spurning hvort liðið er hungraðara að komast áfram í bikarnum.Sýn kl 19:05. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Racing í spænsku La Liga-deildinni. Madridarliðinu hefur gengið flest í haginn að undanförnu og er nú komið í baráttuna um meistaratitilinn - enda hefur fyrirliði liðsins og helsta stjarna; Ferndando Torres verið í banastuði.Sýn kl 20:55. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Villareal og Real Madrid. Lið Villareal er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnugt eftir að liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu sparktíð. Liðinu hefur hins vegar ekki tekist að fylgja því eftir í vetur. Sunnudagur 28. janúarSýn kl 13:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Chelsea og Nottingham Forest í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Chelsea er sigurstranglegra liðið þar sem Forest hefur verið í smá lægð en félagið á engu að síður glæsilega sögu og varð á sínum tíma Evrópumeistari í tvígang.Sýn kl 15:50. Enska bikarkeppnin. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar FA Cup. Leikmenn Arsenal ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir sigurinn gegn Man United um síðustu helgi. Veitir ekki af þar sem liðinu hefur gengið bölvanlega gegn Bolton í síðustu viðureignum liðanna.Sýn kl 17:50. Spænski boltinn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo í spænska boltanum. Meistarar Barcelona hafa legið undir gagnrýni að undanförnu og landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf að minna á sig í þessum leik, því nú styttist í endurkomu Samuels Eto.Sýn kl 19:50. PGA mótaröðin. Bein útsending frá lokadegi Buick Invitational mótsins á PGA-mótaröðinni í golfi. Þetta mót á sér langa sögu en það fer fram á hinum erfiða Torrey Pines velli í San Diego. Meistarinn frá því í fyrra, Tiger Woods, lætur sig sjaldnast vanta á þetta mót enda hefur hann sigrað fjórum sinnum.
Erlendar Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Sjá meira