Lífið

Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon er látinn

Sidney Sheldon á heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu árið 2004.
Sidney Sheldon á heimili sínu í Palm Springs í Kaliforníu árið 2004. MYND/AP
Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, 89 ára að aldri. Hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsi nálægt Palm Springs í Kaliforníu að sögn útgefanda hans Warren Cowan. Á ferli sínum skrifaði Sheldon mörg verðlaunaleikrit sem sýnd voru á Broadway, auk Hollywood kvikmyndahandrita, áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum þegar hann var fimmtugur.

 

Margar bóka hans, eins og Rage of Angels og The Other Side of Midnight, voru metsölubækur, en féllu ekki í kramið hjá gagnrýnendum.

 

Hann sagðist skrifa bækurnar, sem oft flíkuðu sterkum kvenkarakterum, þannig að lesendur hefðu áhuga á að fletta blaðsíðunni.

 

Í viðtali við BBC sagði Sidney að bækur hans væru nægilega ævintýralegar fyrir karlmenn, en hann vonaðist til að hafa nægilega innsýn í líf kvenna svo að þær hefðu gaman að því að lesa þær hans líka.

 

Sidney Sheldon fæddist í Chicago 17 febrúar 1917.

Hann lést á Eisenhower Medical Center sjúkrahúsinu skammt frá heimabæ sínum í gær. Eiginkona hans Mirage og dóttirin Mary, sem einnig er rithöfundur, voru við dánarbeðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.