Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls 3. febrúar 2007 18:47 Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma. Fréttir Innlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma.
Fréttir Innlent Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira