Hlýnun bætir nýtingu virkjana 3. febrúar 2007 19:00 Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum." Fréttir Innlent Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum."
Fréttir Innlent Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira