Bæjarstjóri á „flæmingi“ undan lögunum 6. febrúar 2007 12:19 Fyrirhugað skipulag á Álafosssvæðinu - smellið á myndina til að sjá hana stóra Varmársamtökin segja að bæjarstjóri Mosfellsbæjar hafi farið með rangt mál í fréttum í gærkvöldi varðandi mat á umhverfisáhrifum af tengibraut um Álafosskvos. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri sagði að vegna úrskurðar umhverfisráðherra um náttúruminjaskrá, hafi bænum ekki borið skylda til að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif. Þetta segja Varmársamtökin rangt. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi ekki leitað eftir lögbundinni umsögn Umhverfisstofnunar um tengibrautina í Álafosskvos. Bæjarstjórinn sé að vísa í úrskurð Umhverfisráðuneytisins varðandi kæru samtakanna á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin í Álafosskvos þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Samtökin segja bæjarstjóra beita fyrir sig áliti lögmanns til að láta líta út fyrir lögmæti framkvæmdanna. Umhverfisstofnun hafi vakið athygli á því að bærinn hafi ekki gætt lagaákvæða sem gilda um framkvæmdir á svæðum sem eru á Náttúruminjaskrá. Þá kemur fram í fréttatilkynningunni að nú þegar renni aur og drulla vegna framkvæmdanna út í Varmá. Eftirlit sé ekkert og hætta á að fiskur og gróður kafni í ánni. Samtökin hafa gert Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis viðvart. Samtökin segja landröskun og gröft í Álafosskvos vera lögleysu og siðferðislega óverjandi, enda sé markmið laga og reglugerða á sviði umhverfis-og skipulagsmála að vernda náttúruperlur og menningarsöguleg svæði. Varmársamtökin eru samtök íbúa í Mosfellsbæ sem voru stofnuð til verndar Varmársvæðinu. Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Varmársamtökin segja að bæjarstjóri Mosfellsbæjar hafi farið með rangt mál í fréttum í gærkvöldi varðandi mat á umhverfisáhrifum af tengibraut um Álafosskvos. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri sagði að vegna úrskurðar umhverfisráðherra um náttúruminjaskrá, hafi bænum ekki borið skylda til að óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar um umhverfisáhrif. Þetta segja Varmársamtökin rangt. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi ekki leitað eftir lögbundinni umsögn Umhverfisstofnunar um tengibrautina í Álafosskvos. Bæjarstjórinn sé að vísa í úrskurð Umhverfisráðuneytisins varðandi kæru samtakanna á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin í Álafosskvos þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Samtökin segja bæjarstjóra beita fyrir sig áliti lögmanns til að láta líta út fyrir lögmæti framkvæmdanna. Umhverfisstofnun hafi vakið athygli á því að bærinn hafi ekki gætt lagaákvæða sem gilda um framkvæmdir á svæðum sem eru á Náttúruminjaskrá. Þá kemur fram í fréttatilkynningunni að nú þegar renni aur og drulla vegna framkvæmdanna út í Varmá. Eftirlit sé ekkert og hætta á að fiskur og gróður kafni í ánni. Samtökin hafa gert Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis viðvart. Samtökin segja landröskun og gröft í Álafosskvos vera lögleysu og siðferðislega óverjandi, enda sé markmið laga og reglugerða á sviði umhverfis-og skipulagsmála að vernda náttúruperlur og menningarsöguleg svæði. Varmársamtökin eru samtök íbúa í Mosfellsbæ sem voru stofnuð til verndar Varmársvæðinu.
Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira