Aron Kristjansson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá liði Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum síðdegis. Aron mun taka við af Páli Ólafssyni, sem þó mun áfram starfa hjá Haukum.
Aron hefur þjálfað lið Skjern í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár og er endurkoma hans í Hauka félaginu mikil vítamínssprauta. Aron tekur við liðinu næsta haust og hefur gert þriggja ára samning við félagið. Aron mun auk þjálfarastarfsins gegna stöðu framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar Hauka.