Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins 13. febrúar 2007 19:45 Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira
Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira