Jón Gerald telur brotið gegn sér 14. febrúar 2007 13:57 Jón Gerald við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur áður en honum var vísað úr dómssal. MYND/Björn Gíslason Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira