Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara 14. febrúar 2007 15:58 Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lýkur væntanlega á morgun. MYND/GVA Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins. Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira