Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara 14. febrúar 2007 15:58 Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lýkur væntanlega á morgun. MYND/GVA Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins. Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins.
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira