Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007 20. febrúar 2007 15:33 Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Í tilkynningu frá skipuleggjendum sýningarinnar kemur fram að mikil fjölbreytni einkenni sýninguna. Sem dæmi megi nefna fyrirtæki úr tölvugeiranum, bæði hugbúnaðar-, vélbúnaðar- og netfyrirtæki, auk fjarskiptafyrirtækja, orkufyrirtækja iðntæknifyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana og ráðuneyta, skóla, fjármálafyrirtækja og fjölmiðla, svo eitthvað sé nefnt. Sýnendur munu kynna nýjungar í vörum og þjónustu en einnig veita margvíslega fræðslu um ýmislegt sem tengist tækni- og þekkingariðnaði. Sýningar á borð við Tækni og vit 2007 nýtast stjórnendum úr atvinnulífinu og hjá hinu opinbera jafnan vel til að mynda viðskiptatengsl og kynnast væntanlegum samstarfsaðilum. Sýningin verður opin fagaðilum fimmtudag og föstudag en helgina 10. og 11. mars verður almenningur einnig boðinn velkominn. Auk sýningarinnar í Fífunni verða ýmsir viðburðir haldnir í tengslum við Tækni og vit 2007. Þar má t.d. nefna ráðstefnu sem forsætis- og fjármálaráðuneyti halda í Salnum í tilefni UT-dagsins 8. mars og móttöku í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni 9. mars þar sem framsæknum sprotafyrirtækjum verða veittar viðurkenningar. AP sýningar standa að Tækni og vit 2007 í samstarfi við forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Sjá meira
Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Í tilkynningu frá skipuleggjendum sýningarinnar kemur fram að mikil fjölbreytni einkenni sýninguna. Sem dæmi megi nefna fyrirtæki úr tölvugeiranum, bæði hugbúnaðar-, vélbúnaðar- og netfyrirtæki, auk fjarskiptafyrirtækja, orkufyrirtækja iðntæknifyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana og ráðuneyta, skóla, fjármálafyrirtækja og fjölmiðla, svo eitthvað sé nefnt. Sýnendur munu kynna nýjungar í vörum og þjónustu en einnig veita margvíslega fræðslu um ýmislegt sem tengist tækni- og þekkingariðnaði. Sýningar á borð við Tækni og vit 2007 nýtast stjórnendum úr atvinnulífinu og hjá hinu opinbera jafnan vel til að mynda viðskiptatengsl og kynnast væntanlegum samstarfsaðilum. Sýningin verður opin fagaðilum fimmtudag og föstudag en helgina 10. og 11. mars verður almenningur einnig boðinn velkominn. Auk sýningarinnar í Fífunni verða ýmsir viðburðir haldnir í tengslum við Tækni og vit 2007. Þar má t.d. nefna ráðstefnu sem forsætis- og fjármálaráðuneyti halda í Salnum í tilefni UT-dagsins 8. mars og móttöku í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni 9. mars þar sem framsæknum sprotafyrirtækjum verða veittar viðurkenningar. AP sýningar standa að Tækni og vit 2007 í samstarfi við forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Samtök iðnaðarins, Háskólann í Reykjavík, Orkuveitu Reykjavíkur og TM Software.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Sjá meira