Bretar krefjast endurgreiðslu 22. febrúar 2007 19:15 Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/ Fréttir Innlent Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Viðskiptavinir stærstu bankanna í Bretlandi hafa risið upp í tugþúsunda tali og krefja þá um endurgreiðslu fjár. Ekki hafi verið farið að lögum við innheimtu á fit-kostnaði og þá peninga ætli þeir að sækja, með góðu eða illu langt aftur í tímann. Talsmaður neytenda segir mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti gert sömu kröfu. Það var fyrir nokkru sem breski blaðamaðurinn Martin Lewis byrjaði með vefsíðuna Moneysavingexpert punktur com þar sem hann veitir fólki ráðleggingar um hvernig hægt sé að spara pening. Eitt umræðuefni varð þar vinsælla en önnur - gjaldið sem bankar innheimta ef farið er yfir á reikningi umfram yfirdráttarheimild. Að sögn síðunnar er gjaldið í Bretlandi jafnvirði allt að 4.500 króna fyrir hverja færslu. Samkvæmt breskum og skoskum lögum mega bankar ekki innheimta hærra gjald en sem nemur raunverulegum kostnaði við færslurnar. Herferð er hafin og hefur hún verið til umfjöllunar í breska blaðinu Independent í vikunni. Um tuttugu þúsund Bretar hafa þegar sótt bréf sem Lewis birti á síðu sinni og má nota til að hefja kröfugerð á hendur bönkunum. Færslugjald innistæðulausra tékka eða fit-gjald er innheimt hér á landi fari úttektir á reikningi umfram innistæðu eða heimild. Það er þó nokkuð lægra en í Bretlandi. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur mögulegt að viðskiptavinir íslensku bankanna geti farið sömu leið og viðskiptavinir þeirra bresku og krafist endurgreiðslu. Það gæti byggt á átjándu grein laga um vexti og verðtryggingu. Gísli segir að vissulega séu aðstæður hér og í Bretlandi aðrar. Á Íslandi sé notkun yfirdráttarheimilda útbreidd og vextir á þeim háir. Hafi viðskiptavinir tekið heimildarlaust lán þá sé hugsanlegt að þeir eigi að greiða sannanlegan kostnað af því, en ekki umfram raunkostnað við þessa lántöku. Gísli ætli að kanna hvort bankarnir hafi gerst sekir um sjálftöku í þessum efnum. Gísli hefur gert þessa gjaldtöku og aðra að umtalsefni á nýrri vefsíðu embættisins http://www.tn.is/
Fréttir Innlent Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira