Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi 26. febrúar 2007 18:53 Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda." Fréttir Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Á árunum 1984 til 1993 drukknuðu þrettán börn á aldrinum 0-14 ára á Íslandi en 35 lifðu af eftir að hafa næstum drukknað, sem þýðir að börnin hafa hætt að anda en verið endurlífguð. Þar af fengu þrjú börn heilaskaða vegna súrefnisskorts. Alls 48 tilvik. Frá 1995 hefur hins vegar eitt barn drukknað og sjö næstum drukknað. Á sama tíma fjölgar þeim börnum sem drukkna í Evrópu. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, telur að skýringin liggi meðal annars í því að við búum enn að því átaki sem hrint var í framkvæmd árið 1994. "Þá var tekið á öllum þessum þáttum sem voru ekki í lagi hér á landi, það var hrint af stað miklu átaksverkefni í að fræða fólk um það að grunnt vatn eins og 2-5 sentímetrar geta verið nóg til þess að smábörnin drukkna."Menn telja tvær ástæður skýra fjölgun barna sem drukkna í Evrópu, annars vegar miklir búferlaflutninga milli landa, þegar fólk flytur á ókunnugt svæði og er til dæmis ekki vant sundlaugum og strandstöðum, og hins vegar fjölgun ferðamanna til sólarlanda.Slysin verða enn helst í sundlaugunum hér á landi segir Herdís og varar við fölsku öryggi sundkúta. Kútar eru ekki öryggisbúnaður, segir hún, og aldrei megi nokkurn tímann líta af ósyndu barni í vatni hvort sem það er með eða án kúts. Sérstaklega séu hringkútar varhugaverðir. "Þetta er leikfang og þetta er hættulegt leikfang. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að nota þetta eða taka með sér til útlanda."
Fréttir Innlent Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira