Viðskipti erlent

Greenspan óttast niðursveiflu

Alan Greenspan að störfum árið 2004.
Alan Greenspan að störfum árið 2004. MYND/Getty Images

Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast.

Greenspan sagði að hann byggist við því að hægja færi á strax í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Greenspan sagðist líka hafa áhyggjur af gríðarlegum fjármálahalla Bandaríkjanna. Hann er um 250 milljarðar dollara, eða um 16.500 milljarðar íslenskra króna. Hann sagði hallann hafa mikil áhrif á allar spár um framtíð bandaríska hagkerfisins sem og hagkerfis alls heimsins.

Greenspan leiddi Bandaríkin í gegnum margar kreppur og er talinn hafa bjargað heiminum frá allsherjarkreppu oftar en einu sinni. Hann er af mörgum talinn einn allra snjallasti fjármálamaður síns tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×