Viðskipti erlent

Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur

Fólk getur krafist endurgreiðslu allt að sex ár aftur í tímann.
Fólk getur krafist endurgreiðslu allt að sex ár aftur í tímann. MYND/Vísir

Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað.

Bankar hafa þegar þurft að greiða þeim sem hafa farið í mál vegna þessara ólöglegu gjalda allt frá nokkrum þúsundum upp í hundruðir þúsunda. Almenningur í Bretlandi getur krafist þess að fá til baka alla þá upphæð sem þeir hafa þurft að greiða í ólögleg gjöld síðastliðin sex ár.

Vefsíða breska dagblaðsins The Independent sagði frá þessu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×