Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu 27. febrúar 2007 10:55 Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar. Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar.
Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels