Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra 3. mars 2007 18:26 Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það. Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjálfstæðismenn gefa lítið fyrir hótanir heilbrigðisráðherra um stjórnarslit, samþykki þeir ekki að tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins í stjórnarskrá. Það er sorglegt þegar gott fólk fer á límingunum út af engu, segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður flokksins. Siv hótaði þessu síðdegis í gær í umræðum á flokksþingi Framsóknarflokksins. Í formannsræðunni vék Jón Sigurðsson einnig að þessu og sagði framsóknarmenn leggja ákaflega þunga áherslu á að staðið yrði við þetta ákvæði. Þeir Sjálfstæðismenn sem fréttastofa hefur rætt við í dag höfðu ekki þungar áhyggjur af hótunum heilbrigðisráðherra. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að það væri alltaf sorglegt þegar gott fólk færi á límingunum út af engu. Hann tæki ekki mark á þessum orðum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vitnar í pistli á heimasíðu sinni til orða Jóns Kristjánssonar formanns stjórnarskrárnefndar um að innan nefndarinnar hefði ekki verið neinn áhugi á að breyta stjórnarskránni á þann veg að setja þar ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Honum þætti það hins vegar brýnt. Þetta er einkennileg staða skrifar Björn, og spyr hvers vegna menn krefjast á elleftu stundu tafarlausrar breytingar á stjórnarskránni, þegar ekki var einu sinni haft fyrir að ræða málið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir álitamál alltaf koma upp í góðu stjórnarsamstarfi og ef þau koma upp, "þá eru þau afgreidd með öðrum hætti en stórum yfirlýsingum í fjölmiðlum." Guðlaugur á ekki von á samstarfið spryngi út af auðlindaákvæðinu. "Ef að menn vilja breyta stjórnarskránni þá þurfa menn að vanda verkið og það er vilji sjálfstæðismanna." Aðspurður hvort hann myndi styðja að ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum færi í stjórnarskrá, segir Guðlaugur aðalatriðið að ákvæðið sé þannig orðað að ekki kæmi til kasta dómstóla að túlka það.
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira