Gekk í skrokk á undirmanni sínum 4. mars 2007 18:53 Eigandi verktakafyrirtækis er í gæsluvarðhaldi eftir að hafa, síðastliðna nótt, gengið í skrokk á pólskum verkamanni sem vinnur hjá honum. Árásarmaðurinn er nýdæmdur og bíður afplánunar fyrir kynferðisbrot. Verkamaðurinn var ásamt vinnufélögum sínum í gleðskap í gærkvöldi þegar hann tók að syfja og ákvað að leggja sig í bíl fyrirtækisins. "Fyrirtækið sem ég vinn hjá, Lauffell, var með smá samkvæmi og þegar líða tók á kvöldið varð ég þreyttur og ákvað að leggja mig í bílnum. Einhverju seinna vaknaði ég við það að yfirmaður minn reif upp hurðina á bílnum og dróg mig út og byrjaði svo að sparka í mig þar sem ég lá í jörðinni og kýla mig í andlitið."Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.Vojtjek vann hjá verktakafyrirtækinu Laufelli. Í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar er grein eftir blaðamanninn Fian Paul en hann réði sig í vinnu hjá fyrirtækinu og kemur fram í greininni að eigandi fyrirtækisins sé kallaður ,,the criminal" eða glæpamaðurinn. Fyrirtækið hefur meðal annars verið með menn í vinnu við Hellisheiðavirkjun.Eigandinn hefur áður gerst sekur um refsivert athæfi á Íslandi.Hann var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir kynferðislega misnotkun. Hann er nú í haldi lögreglu og líklega verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vojtjek gaf skýrslu til lögreglu í dag og hefur lagt fram kæru og er málið til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar. Fréttir Innlent Tengdar fréttir Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7. mars 2007 15:26 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Eigandi verktakafyrirtækis er í gæsluvarðhaldi eftir að hafa, síðastliðna nótt, gengið í skrokk á pólskum verkamanni sem vinnur hjá honum. Árásarmaðurinn er nýdæmdur og bíður afplánunar fyrir kynferðisbrot. Verkamaðurinn var ásamt vinnufélögum sínum í gleðskap í gærkvöldi þegar hann tók að syfja og ákvað að leggja sig í bíl fyrirtækisins. "Fyrirtækið sem ég vinn hjá, Lauffell, var með smá samkvæmi og þegar líða tók á kvöldið varð ég þreyttur og ákvað að leggja mig í bílnum. Einhverju seinna vaknaði ég við það að yfirmaður minn reif upp hurðina á bílnum og dróg mig út og byrjaði svo að sparka í mig þar sem ég lá í jörðinni og kýla mig í andlitið."Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.Wojciech var fluttur á slysadeild þar sem hann dvaldi í nótt. Hann er illa farinn eftir yfirmann sinn en sauma þurfti nokkur spor í augabrún hans og enni. Hann sér ekkert með öðru auganum en vonast til að það lagist með tímanum.Vojtjek vann hjá verktakafyrirtækinu Laufelli. Í nýjasta hefti tímaritsins Ísafoldar er grein eftir blaðamanninn Fian Paul en hann réði sig í vinnu hjá fyrirtækinu og kemur fram í greininni að eigandi fyrirtækisins sé kallaður ,,the criminal" eða glæpamaðurinn. Fyrirtækið hefur meðal annars verið með menn í vinnu við Hellisheiðavirkjun.Eigandinn hefur áður gerst sekur um refsivert athæfi á Íslandi.Hann var nýlega dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir kynferðislega misnotkun. Hann er nú í haldi lögreglu og líklega verður krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Vojtjek gaf skýrslu til lögreglu í dag og hefur lagt fram kæru og er málið til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar.
Fréttir Innlent Tengdar fréttir Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7. mars 2007 15:26 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7. mars 2007 15:26