100 stiga skoteinvígi í Milwaukee 5. mars 2007 04:19 Michael Redd og Ben Gordon voru í miklu stuði í nótt og skoruðu 100 stig samanlagt. NordicPhotos/GettyImages Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira