100 stiga skoteinvígi í Milwaukee 5. mars 2007 04:19 Michael Redd og Ben Gordon voru í miklu stuði í nótt og skoruðu 100 stig samanlagt. NordicPhotos/GettyImages Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum