Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit 6. mars 2007 21:36 Eiður Smári fagnar hér marki sínu gegn Liverpool, sem því miður dugði liði hans ekki til að komast áfram AFP Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. Liverpool átti ekki skilið að tapa leiknum í kvöld og fékk liðið miklu betri færi en andstæðingarnir. Enska liðið átti til að mynda tvö skot í markstangirnar hjá Barcelona og þá bjargaði spænska liðið einu sinni þrisvar á marklínu í einni sókninni. Þetta kemur þó ekki að sök þegar upp er staðið og Liverpool er komið áfram á verðskuldaðan hátt eftir frábæran sigur í fyrri leiknum. Liverpool átti 17 markskot í leiknum en Barcelona 7. Chelsea byrjaði illa gegn Porto og lenti undir 1-0 eftir stundarfjórðung. Arjen Robben jafnaði leikinn á 50. mínútu eftir skelfileg mistök markvarðar portúgalska liðsins. Hafi verið sómi af marki þess hollenska, var ekki sami glansinn yfir leikaraskap hans í fyrri hálfleiknum þar sem hann kastaði sér í völlinn í teig Porto og uppskar gult spjald. Það var svo Michael Ballack sem tryggði Chelsea sigurinn með laglegu marki á 76. mínútu, en hann hafði verið lítt áberandi í leiknum að öðru leiti. Roma vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á franska liðinu Lyon og er komið áfram samtals 2-0. Heimamenn voru slakir í leiknum og töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í Meistaradeildinni síðan árið 2002. Rómverjar voru einfaldlega betri í leiknum og fengu meira að segja dæmt af sér mark með loðnum hætti. Totti og Mancini skoruðu mörk Roma. Valencia einnig komið áfram eftir 0-0 jafntefli við Inter Milan á útivelli og kemst áfram á útimörkum eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Ljót uppákoma varð undir lok leiksins þar sem allt logaði í slagsmálum og ljóst að þetta atvik gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira