Innlent

Bensín ódýrara hér en í Danmörku

Bensín hér á landi er orðið fjórum krónum ódýrara en í Danmörku. Stóru olíufélögin þrjú virðast öll halda aftur af sér með verðhækkanir þrátt fyrir hækkanir á heimsmarkaði. Atlantsolía heldur líka að sér höndum, enda hefur félagið ekki riðið á vaðið með hækkanir til þessa.

Bensínverð hefur hækkað um átta krónur í Danmörku síðustu sex vikurnar, en um tvær krónur hér á landi. Heimsmarkaðsverð hefur á þessu tímabili hækkað um 26 prósent, sem endurspeglar hækkunina til neytenda í Danmörku, en ekki hér á landi, hvað sem veldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×