Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi 12. mars 2007 16:00 Hér sést þegar Hollweg liggur eftir högg Simon. MYND/Getty Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér. Erlendar Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira
Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér.
Erlendar Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira