Lífið

Fröken elliheimili kosin í Sviss

Sigurvegarinn Leontine Vallade, til vinstri, veifar til áhorfenda eftir að úrslit keppninnar lágu fyrir.
Sigurvegarinn Leontine Vallade, til vinstri, veifar til áhorfenda eftir að úrslit keppninnar lágu fyrir. MYND/AP

Fegurðarsamkeppni fyrir ellilífeyrisþega - Fröken elliheimili - var haldin í fyrsta sinn á laugardagskvöldið í Sviss.

Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að þátttakendur geti gengið án hjálpar, séu yfir sjötugt og búi einir.

Laurent Rerat framkvæmdastjóri keppninnar fékk hugmyndina þegar hann velti fyrir sér æsku-þráhyggju nútímans.

Leontine Vallade frá Genf vann keppnina, en hún keppti gegn níu öðrum þátttakendum frá fimm elliheimilum.

Dómnefnd var skipuð vistmönnum fimm elliheimila.

Á fréttavef Ananova kemur fram að verðlaunin hafi verið kvöldverður á lúxus veitingastað.

Framkvæmdastjórinn íhugar nú að hrinda af stað keppninni Herra elliheimili.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×