McLaren sagður vilja breytingar 12. mars 2007 20:39 Steve McLaren er undir nokkurri pressu sem landsliðsþjálfari og vill allan þann undirbúning sem hann getur mögulega fengið. Það fær hann ekki þegar keppnisfyrirkomulag ensku bikarkeppninnar er eins og það er í dag. MYND/Getty Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Steve McLaren er nú sagður allt annað en sáttur út í vinnuveitendur sína hjá enska knattspyrnusambandinu, en allt útlit er fyrir að 14 leikmenn í landsliðshóp hans verði uppteknir við að spila endurtekin leik í ensku bikarkeppninni - aðeins fimm dögum áður en enska liðið spilar afar mikilvægan leik í undankeppni EM. Lengi hefur verið deilt um hvort spila eigi leiki í ensku bikarkeppninni á ný fari svo að sá fyrri endi með jafntefli. Helstu rökin á móti því að spila tvo leiki ef þarf er hið mikla álag sem leggst á leikmenn, ekki síst þegar jafn langt er liðið á tímabilið eins og nú. Man. Utd. og Middlesbrough þurfa að mætast á ný í bikarnum rétt eins og Chelsea og Tottenham en viðureignir þessara liða enduðu með jafntefli um helgina. Í síðasta leikmannahóp McLaren voru alls 14 leikmenn frá þessum liðum og er ljóst að einn leikur til viðbótar á þessum tímapunkti eykur líkur á meiðslum lykilmanna landsliðsins. Áætlað er að spila síðari leikina þann 19. mars, sama dag og enska landsliðið á að koma saman fyrir leik gegn Ísrael þann 24. mars. Enskir fjölmiðlar greina frá því að McLaren hafi barið í borðið eftir að hafa horft upp á leikina tvo enda með jafntefli um helgina og krafðist breytinga á keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar á næstu leiktíð. Ástæðan er sú að ef enska landsliðið á að ná árangri í stórmótum þarf að minnka álagið heima fyrir. "Það er óhætt að segja að leikirnir hafa spilast á mjög óhentugan máta fyrir enska landsliðið," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins í dag. "Þetta hefur vissulega mikil áhrif á undirbúninginn fyrir leikinn gegn Ísrael en við þurfum að búa við einstakar aðstæður í leikjafyrirkomulagi hér á landi og það er enginn leið til að breyta þessu," bætti hann við. Hvort að McLaren verði að ósk sinni á næstu leiktíð er þó talið afar ólíklegt, enda löng saga á bakvið núverandi fyrirkomulag ensku bikarkeppninnar.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira