Nefnd mælir með þróun EES samningsins 13. mars 2007 16:13 Frá fréttamannafundinum í dag. Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins. Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins.
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira