EES-samningurinn staðist tímans tönn 13. mars 2007 18:57 Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir. Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira