EES-samningurinn staðist tímans tönn 13. mars 2007 18:57 Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir. Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira