Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra 18. mars 2007 12:19 Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. Mikið hefur verið fjallað um hnignandi tannheilsu íslenskra barna undanfarna daga. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að tannskemmdir séu nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands. „Við erum núna að fá upplýsingar úr viðamikilli rannsókn og það sýnir að við þurfum að bæta tannheilsu barna. Þess vegna hef ég lagt áherslu á að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekna árganga barna. Þannig að foreldrar þurfi ekki að greiða fyrir þær forvarnir," segir Siv. Hún segir samningana ekki í höfn og í raun enn á frumstigi. „Ég vil ítreka að ábyrgð foreldra er mjög mikil. Foreldrar eiga að kenna börnum sínum að bursta í sér tennurnar og fylgjast með því að þau geri það. Þeir verða einnig að gæta verulega að matarræði þeirra," segir Siv. Sigurjón Benediktsson formaður Tannlæknafélags Íslands sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að hnignandi tannheilsa íslenskra barna væri afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Styrkir til niðurgreiðslu tannlækninga færu hríðlækkandi sem bitnuðu mest á þeim efnaminni. Siv segir að ekki sé hægt að kenna einum aðila um í þessum málum. „Það þarf að bæta í endurgreiðslu gjaldskrána. Ég vil vinna að því og hef lagt áherslu á þetta í fjárlögum næsta árs." segir Siv.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira