Barclays og ABN Amro í samrunaviðræðum? 19. mars 2007 05:15 Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjölmiðlar í Bretlandi segja bankastjórn hins breska Barclays banka hafa átt í viðræðum við stjórn ABN Amro, eins stærsta banka Hollands. Sé horft til þess að bankarnir renni saman í eina sæng. Verði það raunin verður til risabanki með markaðsverðmæti upp á jafnvirði rúmra 10.400 milljarða íslenskra króna og 47 milljón viðskiptavini um allan heim. Breska blaðið Sunday Telegraph segir stjórnir bankanna hafa rætt málin í febrúar. En stjórnir beggja banka neita að staðfesta fregnina. Að sögn Sunday Times munu vera liðin tvö ár síðan stjórnir bankanna ræddu fyrst um hugsanlegan samruna. Líti stjórn Barclays líta á sig sem riddarann á hvíta hestinum sem komi ABN Amro til hjálpar. Hollenski bankinn hefur átt í nokkrum vandræðum og meðal annars þurft að segja upp starfsfólki og selja eignir og einingar undan fyrirtækjahatti sínum til að hagræða í rekstri. Bankinn hefur stækkað mikið á síðasliðnum árum og vinnur að landvinningum til að stækka markaðshlutdeild sína. Breska ríkisútvarpið, BBC, vitnar til greinenda, sem telja annað hvort líkur á að ABN Amro veði seldur í einu lagi eða í einingum vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Með samruna bankanna opnast Barclays miklir möguleikar vegna þeirra miklu útvíkkunar sem ABN Amro hefur staðið fyrir. Sérstaklega mun Barclays hafa hug á að ná hlutdeild í starfsemi hollenska bankans í Asíu, að mati Sunday Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira