Sláandi að flytja konur inn til að spjalla 21. mars 2007 19:34 Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira