Sláandi að flytja konur inn til að spjalla 21. mars 2007 19:34 Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira