Tilraun til sjálfsvígs 23. mars 2007 18:45 Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku." Fréttir Innlent Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Að aka á nærri 300 kílómetra hraða á mótorhjóli er tilraun til sjálfsvígs, segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Nærri þrjú hundruð mótorhjólamenn hafa slasast í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Sex hafa beðið bana. Á íslenskri bloggsíðu hefur síðastliðna viku mátt sjá myndband af mótorhjóli sem fer á manndrápshraða eftir vegum á Suðurnesjum. Myndbandið var sýnt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Fréttastofa hefur þetta myndband einnig undir höndum og þar má sjá að mótorhjólið fer hraðast í 288 kílómetra hraða. Búið er að taka myndbandið út af bloggsíðunni sem Skúli Steinn Vilbergsson heldur úti. Í færslu sem birtist í gærkvöldi segir hann meðal annars: Ég neita fyrir það að hafa verið að keyra hjólið á þessu videoi, vissulega setti ég það á netið og allt það en ég var ekki að keyra. Á öðrum stað í færslunni segir hann: Og þið sem eruð eitthvað að væla um að mótorhjól séu svo hættuleg í umferðinni og að menn séu að leggja aðra í hættu og blablabla með svona akstri, nefniði mér eitt fucking atvik þar sem einhver hefur slasast eða dáið útaf mótorhjóli í umferðinni. Fréttastofa hafði samband við Umferðarstofu í dag. Þar fengust þær upplýsingar að á síðustu tíu árum hefur sex dáið í mótorhjólaslysum. Níutíu og einn hafa slasast mikið og tæplega 200 slasast lítið. Samtals hafa því 293 mótorhjólamenn slasast eða látist í umferðarslysum síðastliðinn áratug. Fullyrðing Skúla á bloggsíðunni um að enginn hafi slast út af mótorhjóli er röng. Nítján manns, vegfarendur eða fólk í öðrum ökutækjum, hafa slasast af völdum mótorhjóla á síðustu tíu árum. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir þennan akstur votta um heimsku. "Þetta er hreinlega tilraun til sjálfsvígs, þetta er ekkert annað." Sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar í desember og nú í þinglok var samþykkt að leggja megi hald á bíla þeirra manna sem eru ítrekað staðnir að ofsaakstri. En þarf ekki að koma í veg fyrir að ökutæki komist upp í slíkan manndrápshraða, til dæmis með hraðalás? "Ég tel ekkert óhugsandi að menn skoði þann möguleika að það sé hægt að beita slíku."
Fréttir Innlent Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira