Viðskipti erlent

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið

Sala á geisladiskum hefur hríðfallið í Bandaríkjunum á þessu ári miðað við söluna árin þar á undan. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa aðeins selst 89 milljónir geisladiska miðað við 112 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Aukningin á niðurhali á stafrænni tónlist vegur ekki þarna upp á móti því neytendur eiga það til að hala aðeins niður þeim lögum sem þeir kjósa að hlusta á af hverri plötu í stað þess að hala niður allri plötunni.

Um 288 milljónir einstakra laga var halað niður fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við 242 milljónir laga á sama tíma í fyrra. Í samtali við fréttastofu BBC segir Mr. McGuire, tónlistarspekúlant, neytendur vera að senda tónlistarmönnum skilaboð með þessu. Þrátt fyrir þetta þá er langt í að stafræni markaðurinn taki við af hefðbundinni geisladiskasölu eins og við þekkjum hana en meira en 90% af allri sölu tónlistar kemur í gegnum sölu á geisladiskum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×