Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 16:46 Einar Örn Ólafsson er stærsti hluthafi Gnitaness, sem vill sjá Seljuveg 12 á nauðungarsölu. Vísir/Fasteignamarkaðurinn Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna. Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna.
Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira