Biðu 15 tíma eftir TF-LÍF 25. mars 2007 12:02 Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fimmtán klukkustundir liðu frá því beiðni barst um aðstoð vegna slasaðs sjómanns á hafi úti í gær þar til maðurinn var kominn um borð í TF-LÍF nú í morgun. Skipið var tæpar fjögurhundruð sjómílur frá landi og þyrlur landhelgisgæslunnar drífa ekki svo langt. Fáar vikur eru í að það horfi til betri vegar. Kolmunnaskipið Guðmundur VE hafði samband við Landhelgisgæsluna um hálffjögur í gærdag og óskaði eftir aðstoð vegna sjómanns með stungusár á kálfa vegna vinnuslyss. Skipið var þá statt um 380 sjómílur suður af landinu. Þyrlur gæslunnar geta ekki flogið svo langt og því sigldi skipið áleiðis til Íslands. Um klukkan þrjú í nótt fór TF-LÍF svo frá Reykjavík, tók eldsneyti í Eyjum og hélt síðan áfram. Ferðin gekk vel og hinn slasaði var kominn um borð í TF LÍF um hálf sjö í morgun - fimmtán klukkustundum eftir að beiðnin barst. Þyrlan lenti í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á Landspítala háskólasjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en töluverð blæðing var úr kálfanum. Hann hefur nú verið útskrifaður. Þessi langi viðbragðstími helgast af því að þyrlur gæslunnar geta mest farið um 240 sjómílur á haf út frá því að þær taka eldsneyti. Varnarliðið gat hér á árum áður sent eldsneytisvél með þyrlu þegar slys urðu langt frá landi en nokkur ár eru síðan hún var hér að staðaldri, að sögn Halldórs Nelletts, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Eftir að varnarliðið fór var ákveðið að setja eldsneytistökubúnað í varðskipin Ægi og Tý. Týr ætti að vera kominn með þennan búnað eftir nokkrar vikur og Ægir verður klár í sumar. Þá geta þyrlur gæslunnar farið í hang, eins og það er kallað, yfir varðskipinu, híft upp olíuslöngu og varðskipið dælir síðan olíu upp í þyrluna.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira